Beint á aðalflokka vefsins
Beint á undirflokka vefsins
Merki Enterprise Europe Network

Fréttir EEN

Opnað fyrir tilnefningar til European Enterprise Promotion Awards 2012

EEAP logo 2Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað fyrir tilnefningar til European Enterprise Promotion Awards 2012. Verðlaunin eiga að hvetja opinberar og hálf opinberar stofnanir til að ná árangri við að kynna frumkvöðla og fyrirtæki.

Eitt af verkefnum European Enterprise Promotion Awards 2012 verður fjármögnun lítilla og meðalstórra frumkvöðlafyrirtækja sem stefna á að útvíkka starfsemi sína og ráðast inná nýja markaði.

Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa jákvæð áhrif á hagvöxt og möguleikar til aukinnar atvinnusköpunar eru miklir og eru 85% allra nýrra starfa innan Evrópusambandsins.

Verðlaunaflokkarnir eru fimm talsins og er keppnin tvíþætt; umsækjendur þurfa fyrst að keppa innan síns lands. Hvert land tilnefnir svo allt að tvo keppendur í Evrópukeppnina sem fer fram þann 16. júlí 2012.

Nánari upplýsingar um keppnina og verðlaunaflokka má finna hér


Þú ert hérna:

  Fréttir

Stjórnborð

Forsíða vefsins Stækka letur Minnka letur Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Samskipti


Vissir þú?

Að „Locatify á Íslandi þakkar þá góðu þjónustu sem EEN hefur veitt okkur. Við höfum náð góðum samstarfsaðilum í Evrópu sem stefna að sömu markmiðum og við."

Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir


Flýtileiðir


Fréttaveita EEN