Beint á aðalflokka vefsins
Beint á undirflokka vefsins
Merki Enterprise Europe Network

Fréttir EEN

Fyrirtækjastefnumót á European Seafood Exposition, Brussel - 24.-26. apríl 2012

Dagana 24. - 26. apríl næstkomandi er skipulagt fyrirtækjastefnumót á European Seafood Exposition í Brussel, Belgíu.  Á sýningunni verður skipulagt fyrirtækjastefnumót og býðst fyrirtækjum þannig aðstoð við að finna samstarfsaðila og panta viðskiptafundi fyrirfram.

Á vegum Enterprise Europe Network hefur nú verið opnað vefsvæði fyrir fyrirtækjastefnumótið þar sem sýnendur og sýningargestir geta skráð sig og komið upplýsingum um sig og fyrirtæki sín á framfæri við aðra þátttakendur. Þar er svo hægt að skoða upplýsingar um önnur fyrirtæki á þátttakendalista og óska eftir fundum.

Hvernig virkar þetta?

- Fyrst, skráðu þig á fyrirtækjastefnumótið á vefsíðunni hér fyrir 11. apríl.

- Kjartan Due Nielsen hjá EEN býður aðstoð við að skrá lýsingu á samstarfsósk sem verður birt á þátttakendalistanum á netinu.

- Hægt verður að skoða upplýsingar um önnur fyrirtæki og óska eftir fundum.

- Hægt er að samþykkja eða hafna fundaróskum annarra fyrirtækja.

- Hægt verður er að prenta út dagskrá með öllum skipulögðum fundum.

- Fundirnir fara fram á Scottish Pavilion og eru 30 mín.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Due Nielsen á netfanginu - kjartan@nmi.is, s. 522 9246


Þú ert hérna:

  Fréttir

Stjórnborð

Forsíða vefsins Stækka letur Minnka letur Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Samskipti


Vissir þú?

Að við þjónustum án endurgjalds íslensk lítil og meðalstór fyrirtæki, stofnanir og háskóla við að koma á viðskiptum og tengslum við aðila í Evrópu og víðar.

Sjá nánar.


Flýtileiðir


Fréttaveita EEN