Beint á aðalflokka vefsins
Beint á undirflokka vefsins
Merki Enterprise Europe Network

Fréttir EEN

Fyrirtækjastefnumót á European Seafood Exposition, Brussel - 24.-26. apríl 2012

Dagana 24. - 26. apríl næstkomandi er skipulagt fyrirtækjastefnumót á European Seafood Exposition í Brussel, Belgíu.  Á sýningunni verður skipulagt fyrirtækjastefnumót og býðst fyrirtækjum þannig aðstoð við að finna samstarfsaðila og panta viðskiptafundi fyrirfram.

Á vegum Enterprise Europe Network hefur nú verið opnað vefsvæði fyrir fyrirtækjastefnumótið þar sem sýnendur og sýningargestir geta skráð sig og komið upplýsingum um sig og fyrirtæki sín á framfæri við aðra þátttakendur. Þar er svo hægt að skoða upplýsingar um önnur fyrirtæki á þátttakendalista og óska eftir fundum.

Hvernig virkar þetta?

- Fyrst, skráðu þig á fyrirtækjastefnumótið á vefsíðunni hér fyrir 11. apríl.

- Kjartan Due Nielsen hjá EEN býður aðstoð við að skrá lýsingu á samstarfsósk sem verður birt á þátttakendalistanum á netinu.

- Hægt verður að skoða upplýsingar um önnur fyrirtæki og óska eftir fundum.

- Hægt er að samþykkja eða hafna fundaróskum annarra fyrirtækja.

- Hægt verður er að prenta út dagskrá með öllum skipulögðum fundum.

- Fundirnir fara fram á Scottish Pavilion og eru 30 mín.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Due Nielsen á netfanginu - kjartan@nmi.is, s. 522 9246


Þú ert hérna:

  Fréttir

Stjórnborð

Forsíða vefsins Stækka letur Minnka letur Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Samskipti


Vissir þú?

Að „starfsmenn EEN á Íslandi hafa verið mjög liprir og úrræðagóðir við úrvinnslu fyrirspurna, sem í okkar tilfelli hafa verið framar öllum vonum."

Ásbjörn Torfason - Vistvæn Orka


Flýtileiðir


Fréttaveita EEN